Tenglar

22. febrúar 2010 |

Námskeið í heimavinnslu mjólkurafurða á Reykhólum

Ostagerð á miðöldum.
Ostagerð á miðöldum.
Landbúnaðarháskóli Íslands stendur í samvinnu við Veislu að vestan fyrir námskeiði á Reykhólum í heimavinnslu mjólkurafurða með áherslu á ostagerð. Námskeiðið verður laugardaginn 20. mars. Farið verður í einstaka þætti ostaframleiðslu og tilbúningur einstakra ostategunda skoðaður til að fá tilfinningu fyrir muninum á framleiðslu á t.d. skyri, brauðosti, gráðaosti og smurostum og hvað þarf til. Gerðar verða verklegar tilraunir (sýnikennsla) með einfalda framleiðslu. Skoðaðir verða möguleikar heimaframleiðslu og samanburður við hefðbundna mjólkurvinnslu. Rætt verður um tæki, tól og aðstöðu sem þarf fyrir hverja ostategund. Síðan verða umræður um framleiðsluaðstæður og möguleika þátttakenda.

 

Leiðbeinandi verður Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur. Námskeiðið verður sem fyrr segir á Reykhólum laugardaginn 20. mars og stendur kl. 10-17, með fyrirvara um breytingar. Verð kr. 12.000.

 

Skráning í netfanginu endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000. Fram komi nafn, kennitala, heimili og sími. Einstaklingar á lögbýlum eiga kost á að sækja um styrk hjá Starfsmenntasjóði bænda - www.bondi.is.

 

Landbúnaðarháskóli Íslands gengst fyrir fjölda námskeiða af ýmsu tagi um land allt. Skrá yfir þau má finna hér og jafnframt má skoða hér auglýsingu um námskeið (pdf-skjal).

 

Landbúnaðarháskóli Íslands

Veisla að vestan

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31