Námskeið í jarðgerð (safnhaugagerð)
Námskeið í jarðgerð verður haldið í Hnyðju á Hólmavík laugardaginn 30. maí og stendur kl. 11-17. Þar verður farið yfir undirstöðuatriði jarðgerðar og fjallað um hvaða hráefni er hægt að nýta í þessu skyni og æskileg blöndunarhlutföll þeirra. Farið verður yfir meðhöndlun og umhirðu safnhaugsins með tilliti til þess hvernig ná megi jöfnu og góðu niðurbroti. Lokaafurð jarðgerðar er kjörinn áburður til notkunar í heimilisgarðinn, landgræðslu eða skógrækt.
Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem áhuga hafa á endurnýtingu lífrænna afurða sem til falla á heimilum og í görðum. Í framhaldinu verður Sorpsamlag Strandasýslu með tilboð á moltutunnum.
Um er að ræða samvinnuverkefni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Strandabyggðar og Sorpsamlags Strandasýslu.
Kennari verður Gunnþór Guðfinnsson garðyrkjufræðingur. Verðið er kr. 14.900.
Nánari upplýsingar í síma 663 0497. Hægt er að skrá sig hér.