Námskeið í sálrænum stuðningi
Boðið er upp á námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Það er opið öllum sem áhuga hafa og náð hafa sextán ára aldri. Upplýsingar og skráning eru í síma 434 1639 og 844 5858 eða í tölvupósti.
Viðfangsefni:
- Hvað er áfall?
- Áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn
- Sálræn skyndihjálp
- Sjálfsrýni - hvað get ég gert?
- Stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks
- Munur á alvarlegum atvikum og glímunni við lífið
- Mismunandi tegundir áfalla
- Áhrif streitu á einstaklinginn
- Sorg og sorgarferlið
Fræðsluefni:
Sálræn skyndihjálp. Þegar lífið er erfitt. Sálrænn stuðningur - viðbrögð og bjargir. Útgefandi fræðsluefnis: Rauði kross Íslands.
Námsmat:
Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Hvorki skriflegt né verklegt próf.
Viðurkenning:
Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.