Tenglar

10. nóvember 2009 |

Námskeið í sálrænum stuðningi

Búðardalsdeild Rauða kross Íslands, en undir hana heyrir Reykhólahreppur, gengst í næstu viku fyrir námskeiði í sálrænum stuðningi. Það verður haldið í húsnæði deildarinnar í Búðardal miðvikudagskvöldið 18. nóvember og stendur frá kl. 18 til 22 (sex kennslustundir). Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja rifja upp eða öðlast færni og þekkingu í sálrænum stuðningi. Það er gagnlegt jafnt fyrir almenning, starfsmannahópa, starfsfólk með mannaforráð og sjálfboðaliða Rauða kross Íslands. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.

 

Boðið er upp á námskeiðið þátttakendum að kostnaðarlausu. Það er opið öllum sem áhuga hafa og náð hafa sextán ára aldri. Upplýsingar og skráning eru í síma 434 1639 og 844 5858 eða í tölvupósti.

 

Viðfangsefni:

     - Hvað er áfall?

     - Áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn

     - Sálræn skyndihjálp

     - Sjálfsrýni - hvað get ég gert?

     - Stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks

     - Munur á alvarlegum atvikum og glímunni við lífið

     - Mismunandi tegundir áfalla

     - Áhrif streitu á einstaklinginn

     - Sorg og sorgarferlið

 

Fræðsluefni:

Sálræn skyndihjálp. Þegar lífið er erfitt. Sálrænn stuðningur - viðbrögð og bjargir. Útgefandi fræðsluefnis: Rauði kross Íslands.

 

Námsmat:

Frammistaða er metin samfellt í gegnum allt námskeiðið. Hvorki skriflegt né verklegt próf.

 

Viðurkenning:

Eftir að hafa setið námskeiðið fá þátttakendur viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Mælt er með endurmenntun annað hvert ár.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31