29. júní 2010 |
Námskeið í skyndihjálp haldið á Reykhólum
Upprifjunarnámskeið í skyndihjálp, ætlað starfsfólki Reykhólahrepps, verður haldið í Reykhólaskóla mánudaginn 5. júlí. Það hefst kl. 10 og stendur til kl. 15. Kennari á námskeiðinu kemur frá Hólmavík. Skráning er hjá Dísu Sverrisdóttur, forstöðumanni Grettislaugar á Reykhólum, í síma 860 4488. Reykhólahreppur kostar námskeiðið og er það því þátttakendum að kostnaðarlausu.