26. mars 2015 |
Námskeið í þæfingu
Þæfingarnámskeið verður haldið á Sauðfjársetrinu á Ströndum núna á laugardag, 28. mars. Leiðbeinandi verður Margrét Steingrímsdóttir. Námskeiðið er 4 klukkustundir (kl. 11-15) og bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Kostnaður er kr. 14.000 og allt efni innifalið. Skráning er hjá Ester í síma 693 3474. Margrét var líka með námskeið á setrinu í fyrravetur við góðar undirtektir.
► Sauðfjársetur á Ströndum á Facebook – fjöldi mynda af öllu tagi.