Tenglar

3. febrúar 2012 |

Námskeið til bóklegra réttinda á smærri vinnuvélar

Uppfært, námskeið staðfest. Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og rækjuvinnslan Hólmadrangur á Hólmavík hafa komið því til leiðar, að réttindanámskeið á smærri vinnuvélar verður haldið í húsakynnum Hólmadrangs dagana 14. og 15. febrúar, þannig að menn losni við Reykjavíkurferð í slíkum erindagerðum. Námskeiðið tekur einn og hálfan dag og veitir bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni, dráttarvélar með tækjabúnaði og minni gerðir jarðvinnuvéla (4 tonn og undir), körfukrana, steypudælur, valtara, útlagningarvélar fyrir bundið slitlag og hleðslukrana á ökutækjum með allt að 18 tonna lyftigetu.

 

Hægt er að sækja um styrki fyrir námskeiðinu til Landsmenntar eða til verkalýðsfélags viðkomandi starfsmanns. Styrkurinn er allt að 75% af kostnaði námskeiðsins.

 

Þeir sem áhuga hafa að sækja námskeiðið hafi samband við Þorstein hjá Hólmadrangi (sími 455 3200) eða Þorgeir hjá Þörungaverksmiðjunni (sími 893 3541) fyrir mánudag. Þeir veita jafnframt nánari upplýsingar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31