Tenglar

21. ágúst 2008 |

Námskeið um atvinnusköpun í boði fyrir hreppsbúa

Nú á haustmánuðum fara af stað verkefni á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands til eflingar atvinnusköpunar í sveitum. Um er að ræða tvö verkefni á vegum Impru, Vaxtarsprotaverkefnið og Sóknarbraut, í samstarfi við Framleiðnisjóð landbúnaðarins, Búnaðarsamtök Vesturlands og Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða. Þátttaka í báðum þessum verkefnum stendur íbúum Reykhólahrepps til boða.

 

Vaxtarsprotaverkefnið fór af stað á síðasta ári og hefur fengið góð viðbrögð. Nú hefur verið ákveðið að bjóða upp á verkefnið í Dalabyggð og Reykhólahreppi í haust, en þá verða í boði námskeið um mótun viðskiptahugmynda og stofnun og rekstur fyrirtækja ásamt einstaklingsbundinni leiðsögn. Verkefnið verður opið öllum íbúum í sveit á viðkomandi svæði. Fulltrúum starfandi fyrirtækja verður einnig velkomið að taka þátt í verkefninu með það að markmiði að vinna að frekari framþróun eða mótun nýjunga í rekstri sínum. Námskeið hefjast í lok september og lýkur þeim um 10. desember. Þátttaka verður án endurgjalds.

 

Verkefnið Sóknarbraut, sem einnig er á vegum Impru, verður í boði á Ísafirði í haust en það er af líkum toga og Vaxtarsprotar. Sóknarbraut er opin öllum íbúum á svæðinu, þ.e. ekki eingöngu þeim sem búa í sveit. Námskeiðin hefjast 1. september og er umsóknarfrestur til 25. ágúst. Ábúendum á lögbýlum á starfssvæði Búnaðarsambands Vestfjarða verður boðin þátttaka í Sóknarbraut þeim að kostnaðarlausu.

 

Frekari upplýsingar um Vaxtarsprota gefur Elín Aradóttir í síma 460 7973. Nánari upplýsingar um Sóknarbraut gefur Arna Lára Jónsdóttir í síma 450 4050. Einnig má nálgast upplýsingar á vef Impru.

 

- Úr Bréfi til bænda á Vesturlandi, ágúst 2008, útg. Búnaðarsamtök Vesturlands.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30