Tenglar

16. janúar 2012 |

Námskeið um markaðsmál haldið á Reykhólum

Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.
Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða.

Námskeið um markaðssamskipti verður haldið í Reykhólaskóla þriðjudaginn 7. febrúar kl. 13-17. Kennari er Gústaf Gústafsson forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða í samvinnu við Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Tilgangur námskeiðsins er að kynna helstu áherslur og leikreglur í markaðsmálum og almannatengslum. Markmiðið er að auka skilning á þeim leiðum sem best nýtast auk þess að fjalla um verkefni sem hafa náð framúrskarandi árangri hér á landi.

 

Á námskeiðinu er leitast við að svara eftirfarandi spurningum ásamt mörgum öðrum og að auki skoða raunveruleg dæmi:

 

        - Hvað eru markaðsmál?

        - Hvernig er hægt að nýta almannatengsl til að ná árangri?

        - Hvað eru samhæfð markaðssamskipti?

        - Hvaða máli skiptir ímynd?

        - Hvaða áhrif hefur vörumerki?

 

Gagnamappa er innifalin í verði. Námskeiðsgjald er kr. 9.900.

 

Nánari upplýsingar veitir Gústaf Gústafsson í síma 662 4156 eða í netfanginu gustigusta@gmail.com. Hægt er að skrá sig hér gegnum netið.

 

Vakin er athygli á því að mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði vegna námskeiða.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Aprl 2025 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30