15. nóvember 2010 |
Námskeið um meðhöndlun lambaskrokka
Námskeið um meðhöndlun lambaskrokka verður haldið á vegum Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á Dvalarheimilinu Barmahlíð á Reykhólum á miðvikudagskvöldið. Námskeiðið gengur út á að kenna fólki að ganga frá lambsskrokk í frystikistuna, þ.e. hvernig skal úrbeina og saga kjötið. Þá verður útskýrt hvernig á að gera bæði kæfu og rúllupylsu, gefnar ráðleggingar um eldun allra bita skrokksins og uppskriftahefti fylgir með. Námskeiðið hefst kl. 18 og stendur í þrjá til fjóra tíma.
Þátttakendur þurfa að koma hver með sinn kjötskrokk. Verðið er 11.900 krónur. Hægt er að hafa samband við Kristínu í síma 867 3164 til að skrá sig eða Ingvar Samúelsson á Reykhólum.
Kristín Sigurrós Einarsdóttir, mnudagur 15 nvember kl: 14:50
Upplýsingar sem fóru út í dreifibréf eru rangar! Réttar upplýsingar eru hér á síðunni. VIð biðjumst innilega velvirðingar á þessum leiðu mistökum.