Tenglar

17. mars 2011 |

Námskeið vegna einhverfra barna

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins heldur 6. apríl grunnnámskeið fyrir foreldra og fagfólk einhverfra barna. Það er sniðið að þörfum barna í grunnskóla. Námskeiðið verður haldið í gegnum fjarskiptabúnað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 á Hólmavík. Námskeiðið kostar kr. 2.900 fyrir foreldri og kr. 11.800 fyrir fagfólk og stendur frá kl. 12.30 til kl. 16.

 

Félagsmálastjóri Stranda og Reykhólahrepps hvetur þá sem koma að málefnum þessara barna í Reykhólaskóla að sitja námskeiðið og taka þannig þátt í að samræma vinnubrögð þeirra fagaðila sem koma að málefnum barna með einhverfu.

 

Skráning er hafin á www.greining.is og taka þarf fram í athugasemdadálki að um fjarfund sé að ræða.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31