Tenglar

15. janúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Nánast allt sem þarf að vita um þorrablótið 2013

Þorrablótið gamalkunna og árvissa í Reykhólahreppi verður að þessu sinni laugardaginn 26. janúar í íþróttahúsinu á Reykhólum. Á borðum verður úrvals þorramatur frá Sigurði á Hólum í Dalasýslu. Annállinn og skemmtiatriði þorrablótsnefndar verða á sínum stað. Hljómsveitin Matti og Draugabanarnir spilar fyrir dansi en hana skipar að sögn nefndarfólks fagur hópur drengja úr Stykkishólmi. Aldurstakmark á blótið er 16 ár. Skipað verður til sætis.

 

Miðaverð:

  • Í forsölu kr. 5.500.
  • Eftir forsölu kr. 6.000.
  • Eingöngu á dansleik kr. 2.500.

Miðapantanir berist í síðasta lagi fimmtudaginn 24. janúar.

 

Eftirtalin taka við miðapöntunum:

  • Erla Reynisdóttir, 434 7753
  • Guðmundur Sigvaldason, 434 7796, 894 7896
  • Guðmundur Ólafsson, 892 3328

Forsala miða verður í anddyri íþróttahússins fimmtudagskvöldið 24. janúar kl. 18 til 20.

 

Húsið verður opnað kl. 19.30 en borðhald hefst kl. 20.30.

 

Átta manns skipa þorrablótsnefndina hverju sinni og hún kýs síðan nefndina næsta ár. Í nefndinni eru að þessu sinni Erla Reynisdóttir, Guðmundur Ólafsson, Rebekka Eiríksdóttir (Harpa systir Rebekku hefur leyst hana af hólmi), Guðmundur Sigvaldason, Hrefna Jónsdóttir, Brynjólfur Smárason, Anna Björg Þórarinsdóttir og Þráinn Hjálmarsson.

 

Jafnan er einhver afgangur af peningum þegar búið er að greiða tilkostnað og þeim er síðan varið til gagnlegra hluta í almannaþágu. Undanfarin ár hafa þeir verið notaðir til kaupa á búnaði til að gera íþróttahúsið að betra samkomuhúsi. Núna er um að ræða 100 matardiska merkta Reykhólahreppi.

 

Þorrablótsnefndin í Reykhólahreppi 2013 óskar gestum góðrar skemmtunar.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31