Nánast allt um kosningarnar á ráðuneytisvef
Eins og áður hefur verið hamrað á, þarf að hvetja kjósendur eindregið til þess að velja heima, og kjósa síðan á kjörstað. Á kosningavef okkar, kosning.is, er listi landskjörstjórnar aðgengilegur með nöfnum, auðkennistölum, starfsheiti og sveitarfélögum.
Á kosningavefnum kosning.is er líka undir stikunni Frambjóðendur hjálparvefur, þar sem kjósendur geta kallað fram alla frambjóðendur eftir upphafsstaf í nafni viðkomandi, og hægt er að sjá næstum sama efni og mun koma í kynningarritinu. Kjósendur geta dregið kjósendur til hliðar yfir á kjörseðilshlutann á skjámyndinni þá frambjóðendur sem þeim hugnast og þá fylgja auðkennistölur þeirra með. Síðan færa menn þessa frambjóðendur upp eða niður listann, þangað til að búið er að raða þeim í þá forgangsröð sem menn vilja.
Loks geta kjósendur prentað út þennan seðil, sem þá er kominn með 1-25 frambjóðendum. Taka má seðilinn með sér á kjörstað, leggja hann við hlið alvöru kjörseðilsins og færa tölurnar á milli.