Náttúrubarnahátíð á Ströndum 2022
Náttúrubarnahátíð á Ströndum verður á Sauðfjársetrinu í Sævangi næstu helgi, 8.-10. júlí. Á hátíðinni er fjölbreytt dagskrá fyrir náttúrubörn á öllum aldri en þar er til dæmis að finna tónlist, töfrasýningu, sirkús, náttúrusmiðjur, fjöruferðir, draugasögur, jóga auk þess sem hægt verður að fara á hestbak, skjóta af boga og margt fleira.
Hægt verður að kaupa veitingar í Sævangi alla helgina og tilboð verða á Kaffi Kind.
Frítt er á öll atriði hátíðarinnar en hún er styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.
Dagskrá Náttúrubarnahátíðar 2022
Föstudagur 8. júlí
17:00 Fjölskyldu gönguferð í fjörunni
18:30 Setning hátíðarinnar og veðurgaldur
18:30 Hægt að kaupa súpu og grillaðar pylsur (grænmetis og ekki) í Sævangi
19:00 Frábær töfrasýning með Lalla töframanni
20:00 Spennandi Náttúrubarnakviss
Laugardagur 9. júlí
12:30 Sirkús Ananas
13:00 Náttúrufjör: Bogfimi, hestar, eldsmiðja, kajakar, opið hús í tilraunastofunni, skrifað með fjöðrum, náttúrubingó, grillaðar pylsur og fleira
14:30 Yrðlingasmiðja með Þykjó
16:00 Sagnatjaldið í Sævangi
16:30 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið
17:30 Ísbjarnahræðugerð í Orrustutanga
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu
20:00 Fjölskyldu tónleikar með Svavari Knút
21:30 Drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu
Sunnudagur 10. júlí
11:30 Kiðlingajóga
12:30 Solla stirða og íþróttaálfurinn úr
Latabæ koma í heimsókn
13:30 Skemmtileg náttúrusmiðja með Arfistanum
15:30 Fjölskylduplokk
Það má hafa samband við Dagrúnu Ósk Jónsdóttur umsjónarkonu Náttúrubarnahátíðarinnar á Facebook, á netfanginu natturubarnaskoli@gmail.com eða í síma 661-2213.
Öll velkomin og við vonumst til að sjá sem flest!
Af strandir .is