Tenglar

3. júní 2015 |

Náttúrubarnaskóli á Ströndum

Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðinemi og yfirnáttúrubarn.
Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðinemi og yfirnáttúrubarn.
1 af 3

Dagrún Ósk Jónsdóttir er 22 ára háskólanemi í þjóðfræði og „yfirnáttúrubarn“ í Náttúrubarnaskóla, sem er nýtt verkefni hjá Sauðfjársetri á Ströndum í sumar. Börn og fullorðnir læra þar um náttúruna á fjölbreyttum námskeiðum, með því að sjá, snerta, upplifa og framkvæma. Námskeiðin samanstanda af skemmtilegri fræðslu um það sem er að finna í nágrenninu. Þar er talað um fjöruna og leyndardóma hennar, rekadrumba og þöngulhausa, fugla, seli og plöntur.

 

Eins er sagt frá þjóðsagnapersónum og sögunni sem tengist svæðinu. Veðrið verður líka skoðað, skráð og skeggrætt um það með hjálp frá lítilli heimatilbúinni veðurstöð sem verður í Sævangi. Þá verður farið í gönguferðir og leiki. Eins stendur til að föndra og skapa listaverk, búa til jurtaseyði, rannsaka lífríkið, búa til fuglahræður, senda flöskuskeyti og margt fleira. Kennslan fer að miklu leyti fram utandyra og er verkleg, þó auðvitað verði að haga eftir seglum eftir vindum og veðri.

 

Dagrún Ósk segir nánar frá þessu verkefni í grein sem hún sendi Reykhólavefnum til birtingar. Hana má finna hér og undir Sjónarmið í valmyndinni vinstra megin.

 

Námskeiðin á vegum Náttúrubarnaskólans verða alla fimmtudaga í sumar, en fyrsta námskeiðið er 11. júní. Einnig verður boðið upp á þrjú helgarnámskeið, helgarnar 13.-14. júní, 18.-19. júlí og 22.-23. ágúst. Náttúrubarnaskólinn mun líka standa fyrir mörgum minni viðburðum sem verða auglýstir í sumar, til dæmis kvöldgöngum og kvöldvökum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30