Tenglar

13. desember 2010 |

Náttúrufegurð á Reykhólum á jólaföstu

Stillur og veðurblíða hafa einkennt tíðarfarið á Reykhólum að undanförnu. Þessa fallegu mynd (og raunar dæmigerðu um þessar mundir) tók Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í gær í fjörunni neðan við Reykhóla. Horft er beint til suðurs út yfir lognværan Breiðafjörð og til Skarðsstrandar vinstra megin og síðan lengra út. Smellið á myndina til að stækka hana.

 

Athugasemdir

Einar Örn Thorlacius, mnudagur 13 desember kl: 19:57

Það er einmitt þarna sem ég ætla að leggjast til sunds næst þegar ég kem á Reykhóla. Má gjarnan vera svona veður.

Einar Örn sjósundkappi

sveinn ragnarsson, rijudagur 14 desember kl: 00:36

Útsýnið er bleikt og blátt,
bjarmi um skýjakögur.
Það nær bara ekki nokkurri átt
hvað náttúran er fögur.

Svenni á Svarfhóli.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31