13. desember 2010 |
Náttúrufegurð á Reykhólum á jólaföstu
Stillur og veðurblíða hafa einkennt tíðarfarið á Reykhólum að undanförnu. Þessa fallegu mynd (og raunar dæmigerðu um þessar mundir) tók Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri í gær í fjörunni neðan við Reykhóla. Horft er beint til suðurs út yfir lognværan Breiðafjörð og til Skarðsstrandar vinstra megin og síðan lengra út. Smellið á myndina til að stækka hana.
Einar Örn Thorlacius, mnudagur 13 desember kl: 19:57
Það er einmitt þarna sem ég ætla að leggjast til sunds næst þegar ég kem á Reykhóla. Má gjarnan vera svona veður.
Einar Örn sjósundkappi