Tenglar

10. júlí 2008 |

Náttúruverndarfólk í kynnisferð í Teigsskógi

Um síðustu helgi tóku 88 manns þátt í könnunarleiðangri nokkurra náttúruverndarsamtaka um Teigsskóg norðanvert við Þorskafjörð. Fuglaverndarfélagið og Náttúruverndarsamtök Íslands eru meðal þeirra sem kæra nú Vegagerðina fyrir fyrirhugaða vegarlagningu um skóginn og næsta nágrenni. Ætlunin er að nýi vegurinn liggi fyrir mynni Djúpafjarðar og Gufufjarðar og út á Skálanes (leið B). Þannig mun akstursleiðin færast af Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi og niður á láglendi.

 

Rök kærenda eru meðal annars spjöll á Teigsskógi og röskun á fuglalífi á skerjunum sem þverað verður yfir. Heimamenn telja að kærunum fylgi tafir á vegabótum. Framkvæmdaleyfi hefur verið veitt fyrir lagningu vegarins.

 

(Svæðisútvarp Vestfjarða).

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30