20. september 2010 |
Náttúruverndarsamtökin með aðalfund í Bjarkalundi
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Vestfjarða verður haldinn í Bjarkalundi í Reykhólasveit sunnudaginn 3. október 2010 og hefst kl. 13. Að loknum venjulegum aðalfundarstörfum flytja erindi þær Hafdís Sturlaugsdóttir frá Náttúrustofu Vestfjarða og Theódóra Matthíasdóttir frá Náttúrustofu Vesturlands. Að loknum umræðum um erindi þeirra mun Atli Georg Árnason, framkvæmdastjóri Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum, kynna starfsemi fyrirtækisins. Að fundi loknum gefst fundarmönnum kostur á að skoða Þörungaverksmiðjuna undir leiðsögn Atla Georgs. Allir eru velkomnir á fundinn, hvort sem þeir eru í samtökunum eða ekki.