26. febrúar 2016 |
Nemendur í grunnskóladeild orðnir 50
Reykhólaskóli stækkar og stækkar. Í þessum mánuði byrjuðu fjórir nemendur til viðbótar í grunnskóladeildinni, þannig að núna eru krakkarnir þar orðnir fimmtíu. Sama hefur gerst í leikskóladeildinni: Nemendum þar hefur fjölgað um fjóra síðan um áramót. Núna eru þeir nítján og enn er von á fleirum.
Nemendurnir í Reykhólaskóla eru því orðnir 69, eða fjórðungur íbúafjöldans í sveitarfélaginu. Það er hreint ekki svo lítið!
Einar Örn Thorlacius fyrrv. sveitarstjóri Reykhólahrepps, fstudagur 26 febrar kl: 13:27
Ánægjulegt! Mig minnir að þeir hafi verið orðnir færri en 30 þegar ég yfirgaf Reykhóla árið 2006.