Tenglar

2. júní 2016 |

Nemendur selja pappír og fleira í fjáröflunarskyni

Nemendafélag Reykhólaskóla hefur um áraraðir selt pappír (til mismunandi nota) og fleira smálegt í fjáröflunarskyni. Stefnt er að söluferð eftir miðjan þennan mánuð og getur sumarbústaðafólk auk þess pantað heimsendingu.

 

„Endilega styrkið heimakrakkana sem eru að fara til Danmerkur í haust,“ segir Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi.

 

Pantanir berist í netfangið johanna@reykholaskoli.is fyrir 15. júní. Þegar allir eru búnir að panta verður keyrt út.

 

„Líka er alveg hægt að nálgast þetta fyrr, ef fólk setur sig í samband við mig í síma 698 2559, svo að ekki þurfi að drösla wc-pappír með sér í sumarfríið.“

 

Varningurinn og verðið:

  • WC hvítur 2ja laga 48 stk. 24 m - kr. 3.500
  • Lúxus WC 3ja laga 36 stk. 24 m - kr. 4.500
  • WC de-luxe 380 blaða 42 stk. 53 m - kr. 5.500
  • Eldhúsrúllur natur 21 stk. 12 m - kr. 3.500
  • Ruslapokarúlla - kr. 2.000
  • Sjúkratöskur - kr. 4.500
  • Plástrabox - kr. 3.500

       

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30