Nemendur sendu sveitarstjórninni bréf
Síðasta vika var umhverfisvika í Reykhólaskóla. Nóg var að iðja hjá nemendunum í ýmsum efnum alla vikuna og má þar nefna tónlist fyrir alla á mánudag og Kómedíuleikhúsið á þriðjudag, auk þess sem nemendur unnu að völdum verkefnum tengdum umhverfinu. Farið var og skoðað gámasvæði Reykhólahrepps þar sem Jón Þór Kjartansson tók vel á móti nemendum. Eitt af verkefnum 5.-6. bekkjar var að velta upp þeirri spurningu hvernig hægt væri að bæta umhverfið.
Upp komu margar einfaldar en góðar hugmyndir og má þar nefna að hafa fleiri ruslatunnur og minnka bílanotkun. Ungmennin ákváðu að láta ekki þar staðar numið heldur sendu þau sveitarstjórn Reykhólahrepps niðurstöður sínar.
Á myndinni sem hér fylgir er bréfið sem nemendur sendu.
Frá þessu er greint á vef Reykhólaskóla.
Hugrún Einarsdóttir, laugardagur 27 september kl: 13:18
Flott hjá ykkur krakkar ... ;)