22. júlí 2014 | vefstjori@reykholar.is
Nesskel selur krækling bæði syðra og heima
Skelvinnslan Nesskel í Króksfjarðarnesi fékk í vor leyfi til pökkunar á bláskel (kræklingi). Núna sendir fyrirtækið skel til Reykjavíkur tvisvar í viku og fæst kræklingurinn þar á betri veitingahúsum. Líka er hægt að kaupa skel á markaðinum í Króksfjarðarnesi. Nesskel er í samstarfi við fyrirtækin Icelandic Mussel Company og Arctic Seafood.
Skelin sem Nesskel pakkar og selur kemur að mestu úr Hvalfirði. Starfmenn fyrirtækisins við pökkunina í Króksfjarðarnesi eru Bergsveinn G. Reynisson og Signý M. Jónsdóttir á Gróustöðum og Stefán Rafn Kristjánsson í Efri-Múla.