Tenglar

6. mars 2010 |

Netfundur um nýtingu vatnsafls og jarðhita

Forgangsröðun í nýtingu vatnsafls og jarðhita er eitt af brýnustu grundvallarmálum fyrir íbúa á Vestfjörðum. Eru virkjunarkostir á Vestfjörðum innan sjónmáls í þeirri forgangsröðun eða ekki? Ef ekki, hvaða aðgerða þarf þá að grípa til svo að samfélög og atvinnulíf á Vestfjörðum njóti sömu gæða og öryggis í raforkumálum líkt og aðrir landshlutar hafa haft um áratuga skeið?

 

Þannig er spurt á vef Fjórðungssambands Vestfirðinga. Þar segir einnig:

 

Á vegum stjórnvalda hefur um tveggja ára skeið starfað verkefnisstjórn 2. áfanga rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði. Verkefnisstjórnin hefur fundað víða um land, m.a. á Vestfjörðum, og kynnt sér aðstæður og aflað viðamikilla upplýsinga. Skýrsla starfshópsins er nú tilbúin og upplýsinga- og umsagnarferill hefst 8. mars og stendur til 19. apríl. Hefst sá ferill með kynningu skýrslu verkefnisstjórnar mánudaginn 8. mars og með fundi þriðjudaginn 9. mars kl. 14 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands (áður Kennaraháskólinn) að Stakkahlíð í Reykjavík. Fundurinn verður einnig sendur verður út á netinu. Hægt er að fylgjast með útsendingu á vef rammaáætlunar. Einnig verður boðað til funda víða um land í framhaldinu og verða þeir auglýstir síðar. Tengill á vef rammaáætlunar er http://www.rammaaaetlun.is.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga er bandalag sveitarfélaga á Vestfjörðum, sameiginlegur vettvangur þeirra og málsvari. Hér er um frjáls samtök að ræða en ekki lögbundin. Tilgangur Fjórðungssambandsins er að vinna að hagsmunum vestfirskra sveitarfélaga og alls Vestfirðingafjórðungs. Fjórðungssamband Vestfirðinga fylgist náið með og beitir sér í málefnum sveitarfélaga, hvar sem þau kunna að vera til umfjöllunar, ekki síst á Alþingi, í ráðuneytum og ríkisstofnunum.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31