Tenglar

22. mars 2013 | vefstjori@reykholar.is

Netkönnunin: Viðbrögðin einstaklega góð

Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.

„Viðbrögðin eru langt fram úr væntingum“, segir Viktoría Rán Ólafsdóttir, verkefnastjóri hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, aðspurð um svörun í netkönnuninni (atvinnulífskönnuninni) sem kynnt var hér á vefnum fyrir skömmu. Í morgun höfðu liðlega sextíu svör borist. Þar af voru tæplega þrír fjórðu (73%) með búsetu í póstnúmeri 380 (Reykhólahreppi), en eins og tekið hefur verið fram er líka óskað eftir svörum frá brottfluttum. Könnun þessi tekur til Reykhólahrepps og sveitarfélaganna á Ströndum.

 

Könnunin verður opin enn um sinn. Til að minna á hana verður áfram hér fyrir ofan efstu frétt borði sem birtist handahófskennt til skiptis við aðra auglýsingaborða. Ef smellt er á hann er farið beint inn á könnunina. Þar er yfirskriftin Atvinnulífskönnun fyrir íbúa á Ströndum og í Reykhólahreppi, en þess verður að geta, að ekki er búið að kynna hana í sveitarfélögunum þremur á Ströndum.

 

Aðspurð um efni svaranna sem borist hafa segir Viktoría, að varasamt sé að gefa upplýsingar um slíkt meðan könnunin er ennþá opin. Það geti haft áhrif á skoðanir þeirra sem eiga eftir að svara. Hins vegar verði greindur nokkur samhljómur í svörum varðandi það hver áhersluverkefnin ættu að vera og hvers konar atvinnustarfsemi skuli laða að.

 

Íbúar í Reykhólahreppi, sem og brottfluttir, skulu á ný eindregið hvattir til þátttöku í þessari einföldu netkönnun. Smellið hér.

 

Á myndinni sem hér fylgir er Viktoría Rán á íbúafundinum á Reykhólum 10. mars.

 

Sjá einnig nánar:

 Atvinnulífskönnun - brottfluttir svari líka

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30