Tenglar

16. febrúar 2016 |

Netvæðingarloforðin lenda á sveitarfélögunum

Forsvarsmenn sveitarfélaga á Austurlandi segja að meginkostnaði af átakinu „Ísland ljóstengt“ verði velt yfir á sveitarfélögin. Fjármunir sem fylgi hugmyndum um netvæðingu landbyggðarinnar séu aðeins lítill hluti áætlaðs kostnaðar og víða muni sveitarfélög ekki ráða við þátttöku í því. Í kynningarskýrslu um átakið segir að útbreiðsla góðra nettenginga sé úrslitaatriði um þróun byggðar. Efndir þessa átaks eru eitt af helstu byggðamálum ríkisstjórnarinnar.

 

Þetta kemur fram í úttekt fréttastofu RÚV í síðustu viku undir fyrirsögninni hér að ofan. Þar segir einnig m.a.:

 

„Hafin verður vinna við átaksverkefni við að ljósleiðaravæða allt landið, hvern einasta bæ, hvern dal og fjörð og tengja þannig landið allt við hraðbraut upplýsinga og samskipta,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu fyrir rúmu ári.

 

Fulltrúar sveitarfélaga á Austurlandi sendu frá sér harðorða ályktun vegna úthlutunar fjárlaga til framkvæmdar fyrirhugaðs landsátaks í uppbyggingu innviða vegna fjarskipta. Verkefninu á að vera lokið árið 2020 og kostar 5-7 milljarða, en á fjárlögum er aðeins að finna 500 milljónir til málaflokksins. Bent er á að áætlanir um útboð á þeim fjármunum sem eru í boði etji sveitarfélögunum saman í kapphlaupi um litla fjármuni. Þetta muni leiða af sér að þau sveitarfélög sem eru illa stödd, eða þau svæði sem eru verulega úr leið landfræðilega, hafa mun minni möguleika á að verða hluti af hinu netvædda umhverfi.

 

Fram kemur, að kostnaður við ljósleiðaravæðingu á Norður- og Austurlandi sé áætlaður 1,6 milljarður króna en verkefnið fái 125 milljónir á fjárlögum þessa árs. Vopnafjarðarhreppur hefur látið gera úttekt á kostnaði við lagningu ljósleiðara á hvert lögbýli í sveitum og muni hann verða ríflega tvær milljónir á býli, gróflega áætlað. Framlag ríkisins á hvert lögbýli eigi að verða að hámarki 250 þúsund krónur, eða minna en einn áttundi hluti af kostnaðinum. Síðan er sveitarfélögunum ætlað að taka bróðurpartinn á sig.

________________________

 

Í svari aðstoðarmanns innanríkisráðherra við fyrirspurn fréttastofu RÚV, sem birt var degi síðar, kemur m.a. fram, að það sé ekki lögbundin skylda ríkis eða sveitarfélaga að útvega íbúm ljósleiðara- eða ljósnetstengingar. Það sé valkvæm aðgerð og alltaf hafi legið fyrir að fjármögnun landsátaks í tengingu ljósleiðara um landið myndi ekki koma eingöngu frá ríkinu.

 

Sjá nánar:

10.02.2016   Ekki lögbundin skylda að útvega ljósleiðara (ruv.is)

09.02.2016   Netvæðingarloforðin lenda á sveitarfélögunum (ruv.is)

10.11.2015   Samtök sveitarfélaga skora á ráðherra og þingmenn (reykholar.is)

14.04.2015   Ljósleiðaravæðing: Sveitarfélög og íbúar hefjist handa (reykholar.is)

02.01.2015   Ljósleiðari ótengdur á bæjarhlaðinu (ruv.is)

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Mars 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31