Neysluvatn á Reykhólum, staðan í dag
Sæl ykkur til upplýsingar um stöðuna í dag - erum ekki búin að fá vottorðin send en þetta er staðan.
Reykhólar 28.júní 2018 tekið var reglubundið neysluvatnssýni á sveitarskrifstofu, 1. E.coli ræktast úr sýninu.
Reykhólar 2. Júlí 2018 endurtekin sýnataka tekin 2 sýni, á tjaldstæði og Barmahlíð, 1.E.colí ræktast úr sýninu frá Barmahlíð
Reykhólar 4.júlí 2018 2 sýni tekin Hólabúð og Barmahlíð,
Reykhólar 6.júlí 2018: Fyrstu niðurstöður berast frá sýnatöku 4.júlí sl og ræktast 1 lítil kólónía upp í sýni frá Barmahlíð (skv rannsóknarstofu vegna smæðar er líklegast um kólí að ræða) en ekki hægt að staðfesta fyrr en eftir sólahring hvort um E.coli eða kólí sé að ræða. Ekkert ræktast upp í sýni tekið í Hólabúð. Vatnssuðu er því áframhaldið á Reykhólum þar til staðfest niðurstaða liggur fyrir.
Reykhólar
Með kveðju
Anton Helgason
Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða