Tenglar

4. febrúar 2014 | vefstjori@reykholar.is

Níðþungur sturtuvagn fauk á hliðina

Hann þarf að blása þokkalega vel til að setja svona vagn á hliðina. Myndirnar tók Gústaf Jökull Ólafsson.
Hann þarf að blása þokkalega vel til að setja svona vagn á hliðina. Myndirnar tók Gústaf Jökull Ólafsson.
1 af 2

Víða var aftakaveður í gær og má sjá þess stað milli Miðjaness og Hamarlands á Reykjanesi, nokkrar bæjarleiðir fyrir utan Reykhóla. Annars vegar hefur níðþungur sturtuvagn sem stóð þar sem heitir Flatholt fokið á hliðina, allur úr járni, og hins vegar rúlluplastgámur sem tjóðraður var niður með akkeri úr steypufylltu dekki. Gámar þessir eru í námunni gömlu þar sem grjót var tekið í hafnargarð Reykhólahafnar fyrir nokkrum áratugum.

 

Vindur á sjálfvirku veðurstöðinni neðan við Reykhóla fór „ekki nema“ í 28 metra á sekúndu í mestu hviðum í gær en á Hjallahálsi sló hann upp í 37 metra.

 

Athugasemdir

Dalli, rijudagur 04 febrar kl: 14:28

Veðurstöðin á Hjallahálsi sýnir vel þörfina á láglendisvegi vestur. Oft hvassast á Vestfjörðum þar. Ef umferð ykist mjög vestur um Reykjanesið, fengi það sama rokastimpilinn og Kjalarnesið.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31