1. júlí 2008 |
Niðurskurði hjá Svæðisútvarpi Vestfjarða mótmælt
Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga mótmælir harðlega uppsögnum og samdrætti í starfsemi Svæðisútvarps Vestfjarða, sem tilkynnt var um í gær. „Hlutverk svæðisútvarps fyrir Vestfirði er mikilvægur þáttur í tengingu samfélaga á Vestfjörðum og er einnig hluti af öryggisviðbúnaði. Í annan stað er hlutverk svæðisútvarpsins að gæta þess að þjóðfélagsumræða á Íslandi byggi á skoðunum allra íbúa landsins", segir m.a. í ályktun sem stjórn sambandsins hefur sent Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Þorgerði K. Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.