Niðurstaða kosninga í Reykhólahreppi
Í Reykhólahreppi var persónukosning, engir framboðslistar voru lagðir fram. Atkvæði voru nokkuð dreifð og því var talning seinlegri og flóknari en oft áður, en henni lauk um miðnætti.
Á kjörskrá voru 184, alls greiddu atkvæði 99, þannig að kjörsókn var 53,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 6.
Atkvæði féllu þannig:
Aðalmenn
Árný Huld Haraldsdóttir 58 atkv.
Jóhanna Ösp Einarsdóttir 53 -
Hrefna Jónsdóttir 52 -
Vilberg Þráinsson 30 -
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir 28 -
Varamenn
- Arnþór Sigurðsson
- Rebekka Eiríksdóttir
- Eggert Ólafsson
- Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
- Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir
Uppfært 15. maí;
Á nýafstöðnu ungmennaþingi í Reykhólahreppi voru haldnar skuggakosningar til sveitarstjórnar og það er merkilega mikill samhljómur með niðurstöðum þeirra og sveitarstjórnarkosninganna. Ekki er því líklegt að það hefði haft áhrif á niðurstöðu þessara kosninganna þó fólk kæmist yngra á kosningaaldur.
Niðurstöður skuggakosninga ungmennaþings:
Aðalmenn:
Árný Huld Haraldsdóttir
Jóhanna Ösp Einarsdóttir
Hrefna Jónsdóttir
Vilberg Þráinsson
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir
Varamenn:
- Arnþór Sigurðsson
- Rebekka Eiríksdóttir
- Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir
- Katla Sólborg Friðriksdóttir
- Eiríkur Kristjánsson