17. mars 2016 |
Níundi áratugurinn á árshátíð Reykhólaskóla
Árshátíð Reykhólaskóla verður haldin í íþróttahúsi skólans í kvöld, fimmtudag. Þemað á hátíðinni verður níundi áratugurinn (árabilið frá 1980 til 1990) og sitthvað sem tengist honum. Nemendur verða með tískusýningu þar sem verður sýndur fatnaður og greiðslur frá þessum tíma. Tónlist frá tímabilinu hljómar (Duran Duran og Wham) og dansflokkurinn verður með atriði.
Húsið verður opnað kl. 19, sýning hefst kl. 19.30 og skemmtun lýkur kl. 22.30.
Miðaverð er 1.500 krónur fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn. Foreldrafélag skólans sér um kaffiveitingar.
Nemendur og starfsfólk skólans vonast til að sjá sem allra flesta á hátíðinni.