22. mars 2016 |
Níundi áratugurinn – fjöldi mynda frá árshátíðinni
Árshátíð Reykhólaskóla sem haldin var í íþróttahúsi skólans á fimmtudagskvöld var helguð níunda áratugunum (árabilinu 1980 til 1990) og ýmsu sem tengist honum. Meðal annars voru nemendur með tískusýningu og sýndu fatnað og hárgreiðslur frá þessum tíma. Tónlist frá tímabilinu hljómaði (Duran Duran og Wham) og dansflokkurinn var með atriði.
Myndirnar sem hér fylgja tók Herdís Erna Matthíasdóttir á þessari mögnuðu hátíð.