Tenglar

25. ágúst 2015 |

Nóg að gera í flutningunum

Hlynur að ljúka við að gera bílinn hreinan og fínan fyrir næstu ferð suður.
Hlynur að ljúka við að gera bílinn hreinan og fínan fyrir næstu ferð suður.

Núna er rétt um hálft ár síðan Hlynur Stefánsson á Reykhólum byrjaði akstur á eigin flutningabíl, eins og hér var greint frá á þeim tíma. Hann er ánægður bæði með verkefnin sem hann hefur haft og ekki síður með bílinn. Tveir mánuðir í vor hafi verið rólegir í flutningum fyrir Þörungaverksmiðjuna, eins og raunar ráð hafi verið fyrir gert út af árstíðabundnum sveiflum í framleiðslunni, en síðan hafi verið mikið að gera. „Svo bættist það við að ég fékk nokkuð drjúgan akstur austur á Höfn í Hornafirði í sumar fyrir KASK. Það voru yfirleitt fjórar ferðir á viku og flutningur báðar leiðir, vörur austur og fiskur til baka.“

 

Bíllinn hefur reynst mjög vel. Athygli vekur að nærri tíu ára gamall bíll skuli líta eins vel út og þessi gerir, lakkið eins og hann sé nýr. Hlynur segir að fyrri eigandi hafi hugsað mjög vel um bílinn, auk þess sem starfsmenn hans séu einstakir snyrtipinnar.

 

Sjá einnig:

Nýtt fyrirtæki með alla flutninga fyrir verksmiðjuna (4. mars 2015)

 

Athugasemdir

Jóhanna Ösp, rijudagur 25 gst kl: 16:31

Tær snilld :) Til hamingju með þetta allt

Gummi Bjarna, mivikudagur 26 gst kl: 09:22

Flottur

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30