Tenglar

3. febrúar 2013 | vefstjori@reykholar.is

Nóg að gera í prjónaskapnum hjá oddvitanum

Sandra Rún og Brynjólfur Víðir ásamt börnunum sínum þremur. Maður má nú vera sybbinn stundum!
Sandra Rún og Brynjólfur Víðir ásamt börnunum sínum þremur. Maður má nú vera sybbinn stundum!
1 af 3

Lítil stúlka bættist í hóp Reykhólabúa 23. janúar. Foreldrar hennar eru Sandra Rún Björnsdóttir og Brynjólfur Víðir Smárason, öllu þekktari í daglegu tali sem Bolli frá Borg. Fyrir eiga þau tvö börn, þau Ísak Loga, sem er rétt að verða sjö ára (f. 19. febrúar 2006) og Birgittu Rut, sem er á fimmta ári (f. 27. ágúst 2008).

 

Stúlkan litla fæddist á fæðingardeildinni á Akranesi eins og altítt er þegar börn Reykhólasveitar líta dagsins ljós og gekk alveg ljómandi vel. Pabbinn var í þorrablótsnefndinni og haskaði sér vestur til að ná blótinu sem var þremur dögum seinna.

 

Að venju skal þyngd og lengd litla barnsins tiltekin: 4095 grömm (eða rúmar 16 merkur) og 53 sentimetrar.

 

Myndirnar sem hér fylgja voru teknar núna síðdegis.

 

Oddviti Reykhólahrepps mun vera búinn að prjóna peysu á barnið og kemur trúlega með hana á næstu dögum. Samkvæmt traustum heimildum er þess að vænta, að prjónar oddvitans muni tifa ótt og títt á þessu ári.

 

Sjá um það nánar hér: 

12.12.2012 Fjölgar í hreppnum: Oddvitinn stendur sína plikt

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31