Tenglar

25. nóvember 2011 |

Nóg af Legói í Reykhólaskóla um langa framtíð

Eydís Sunna, Ólafía og Eyvindur með sýnishorn upp úr Lego-kössunum.
Eydís Sunna, Ólafía og Eyvindur með sýnishorn upp úr Lego-kössunum.
1 af 2

Eyvindur og Ólafía í versluninni Hólakaupum komu færandi hendi í Reykhólaskóla í dag. Fyrir nokkru auglýsti Herdís Erna skólaliði á fésbók eftir legókubbum fyrir skólann og síðan var nefnt á fundi foreldrafélagsins að kubba vantaði sárlega. Áðurnefndum eigendum Hólakaupa fannst þetta alveg ómögulegt og leituðu til Lego-umboðsins á Íslandi og keyptu þar tvo stóra kassa af kubbum og plötum og jafnframt gaf umboðið ennþá meira. Fulltrúi nemendafélagsins, Eydís Sunna Harðardóttir á Tindum, veitti kubbunum viðtöku fyrir hönd krakkanna.

 

Nemendur og starfsfólk Reykhólaskóla færa Eyva og Ólafíu bestu þakkir fyrir framtakið og rausnina.

 

Athugasemdir

Hlynur Þór Magnússon, fstudagur 25 nvember kl: 18:28

Í tilefni af þessari legófrétt má rifja upp: Eitt sinn fyrir mörgum árum þegar Playmo var vinsælt hjá börnum (er kannski enn, þekki það ekki) brá presturinn á Reykhólum á leik og þóttist éta pleimóið hjá krakka nokkrum. Þessi ógnarfrétt barst eins og eldur í sinu milli barnanna í héraðinu og þau sögðu hvert við annað: Passið ykkur á séra NN, hann étur pleimóið okkar.

Solla Magg, fstudagur 25 nvember kl: 20:41

Þetta er flott. Þau eru frábær Eyvindur og 'Ólafía .

Herdís Reynisd., fstudagur 25 nvember kl: 23:04

mikið er þetta góð gjöf . Vonandi að svona framtaksfólk staldri lengi við á Reykhólum .

Harpa Eiríksdóttir, fstudagur 25 nvember kl: 23:53

enn eitt frábæra framtakið hjá þeim Eyvindi og Ólafíu.. frábært að hafa svona fólk í sveitarfélaginu

Stullam@simnet.is, sunnudagur 27 nvember kl: 16:27

Jiii hvað þau eru æðisleg , lego er alveg hræðilega dýrt og bara æðislegt framtak

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31