Tenglar

19. nóvember 2009 |

Nóg af síldinni á Breiðafirði

Nóg hefur verið af síld á Breiðafirðinum að undanförnu og er hún í góðu standi. Fjórir bátar fylltu sig á skömmum tíma út af Stykkishólmi á þriðjudag og aflinn fer að mestu í frystingu. Það þarf að beita lagni til að leggja milli skerja og víða er botninn það harður að síldarnætur bíða þess varla bætur. Börkur NK frá Neskaupstað fékk tæp þúsund tonn í einu kasti, sem dugði til að fylla skipið, og aðrir bátar á miðunum voru líka að gera það gott. Síldin er feit og falleg og fer að mestu í frystingu. Sigurbergur Hauksson skipstjóri á Berki segir ekki bera mikið á sýkingunni sem kom upp í stofninum í fyrra.

 

Þó að langt sé að sigla með aflann til Hornafjarðar, Norðfjarðar eða Vopnafjarðar, þá gengur hratt á síldarkvótann. Aðeins var gefinn út 50 þúsund tonna kvóti af íslenska síldarstofninum og það saxast hratt á hann.

 

frettir@ruv.is

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31