Tenglar

21. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Norðursalt: Enn ein tilnefningin

Auglýsingastofan Jónsson & Le'macks hefur verið tilnefnd til alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna Epica vegna hönnunar umbúða fyrir Norðursalt á Reykhólum. Með tilnefningunni hafa umbúðirnar nú verið tilnefndar til þrennra eftirsóttustu hönnunarverðlauna heims. Epica-verðlaunin hafa verið veitt í tæpa þrjá áratugi. Þau eru einu alþjóðlegu hönnunarverðlaunin sem veitt eru af fjölmiðlum og eiga fulltrúar rúmlega fjörutíu tímarita, blaða og vefmiðla sæti í dómnefnd.

 

Norðursalt var í sumar tilnefnt til Cannes Lions-hönnunarverðlaunanna, sem eru þau virtustu sem veitt eru fyrir hönnun í heiminum. Umbúðirnar fengu einnig Red Dot-verðlaun fyrr á þessu ári, sem þykja þau eftirsóttustu sem veitt eru á sviði vöruhönnunar. Með Epica-tilnefningunni hefur Norðursalt því verið tilnefnt til þrennra eftirsóttustu hönnunarverðlauna heims. Umbúðirnar hafa auk þess unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga á Íslandi, bæði í FÍT-keppninni og Lúðrinum.

 

Norðursalt kom á markað fyrir rúmu ári og hefur unnið sér fastan sess á borðum íslenskra meistarakokka. Utan Íslands er Norðursalt nú fáanlegt í gæðaverslunum í Berlín og er frekari sókn hafin á markaði í Þýskalandi, annars staðar á Norðurlöndum, á Ítalíu, í Japan og í Bandaríkjunum.

 

► 28.10.2014 Norðursalt: Ein stærstu hönnunarverðlaun heims

► 22.02.2014 Verðlaun í flokknum Ásýnd fyrirtækis eða vörumerkis

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Desember 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31