Tenglar

28. febrúar 2010 |

Norsk veðurspá fyrir Reykhóla og Reykhólahrepp

Hjá Íslendingum er veðrið stöðugt umræðuefni en einkum þó þegar áhlaup gerir eins og núna að undanförnu og grannt er fylgst með veðurspám. Vitað er að einhverjir fylgjast með spánum fyrir Reykhóla og Reykhólahrepp á norska veðurvefnum yr.no og sumir telja þær jafnvel betri en íslensku spárnar. Hér skal enginn dómur lagður á það. Netverjar geta skoðað þetta og reynt að meta það sjálfir. Hér eru slóðirnar á spárnar fyrir Reykhóla og Reykhólahrepp á þessum norska vef:

 

http://www.yr.no/sted/Island/Vestfirðir/Reykhólar/

http://www.yr.no/sted/Island/Vestfirðir/Reykhólahreppur/

 

Vefurinn yr.no er samstarfsverkefni norsku veðurstofunnar og norska ríkisútvarpsins. Reynslan sýnir að Íslendingar sem eru á annað borð þokkalega læsir á dönsku geta yfirleitt klárað sig sæmilega af norskunni.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31