Tenglar

2. júlí 2015 |

Notalegur og stórmerkur sögustaður við Gilsfjörð

Gestir undir vegg í Ólafsdal.
Gestir undir vegg í Ólafsdal.
1 af 8

Opið verður í Ólafsdal við Gilsfjörð kl. 12-17 alla daga í sumar fram til 16. ágúst. Ólafsdalur er merkur sögu- og minjastaður, um 6 km innan við þjóðveginn yfir Gilsfjörð að sunnanverðu. Þarna eru sýningar um sögu Ólafsdalsskólans og konurnar í Ólafsdal og fleira, en auk þess er skólahúsið sjálft frá 1896 sérlega fallegt og skoðunarvert. Í sumar verður þar á boðstólum kaffi og rjómavöfflur og ís frá rjómabúinu á Erpsstöðum. Einnig geta gestir fræðst um lífræna ræktun grænmetis í Ólafsdal og keypt það á staðnum. Fræðslustígur er í Ólafsdal og góðar gönguleiðir í fallegu umhverfi. Staðurinn er því ein af þeim perlum á Íslandi sem allir þurfa að heimsækja.

 

Í Ólafsdal stofnaði frumkvöðullinn Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla Íslands árið 1880 eða fyrir 135 árum. Þess má geta, að núna er hundraðasta ártíð Torfa, en hann andaðist um Jónsmessuleytið sumarið 1915. Umsjónarmenn í Ólafsdal eru hjónin Elfa Stefánsdóttir tómstundafræðingur og Haraldur Baldursson tæknifræðingur.

 

 

8. Ólafsdalshátíðin haldin þann 8.8.

 

Ólafsdalshátíðin verður að þessu sinni laugardaginn 8. ágúst, áttunda árið í röð, en hún var haldin í fyrsta sinn sumarið 2008. Dagskráin verður fjölbreytt og fjölskylduvæn að vanda; tónlistaratriði, skemmtun fyrir börnin, áhugaverð erindi, vandaður handverksmarkaður og veitingar. Þá verður lífrænt vottað Ólafsdalsgrænmeti til sölu og glæsilegt Ólafsdalshappdrætti.

 

Nánari upplýsingar um Ólafsdal má finna á www.olafsdalur.is og www.facebook.com/Olafsdalur.

 

Myndirnar sem hér fylgja tók Rögnvaldur Guðmundsson, upphafsmaður Ólafsdalsfélagsins, formaður þess og helsti drifkraftur alla tíð.

 

► 20.08.2008  Reykhólahreppur meðal stofnenda Ólafsdalsfélagsins

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31