Tenglar

9. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Notuð dekk óskast - og harmonikan sem seldist

Fyrir tæpu ári var harmonika auglýst til sölu hér á Reykhólavefnum. Hún seldist ekki nærri, nærri strax - en þegar komið var fram á vetur hringdi auglýsandinn í umsjónarmann vefjarins og færði þau tíðindi, að þá hefði maður austur á fjörðum hringt út af auglýsingunni og hljóðfærið væri selt. Núna þessa dagana er maður í Reykhólasveit að leita að tveimur notuðum dekkjum fyrir lítið verð sem kæmust a.m.k. einu sinni gegnum skoðun.

 

Enn skal ítrekað, að velkomið er að koma „smáauglýsingum“ á framfæri hér á vefnum án endurgjalds. Einungis er tilskilið, að auglýsendur tengist héraðinu og ekki sé verið að auglýsa í atvinnuskyni. Þannig mætti t.d. auglýsa til sölu notaða saumnál eða flugvél eða eitthvað þar á milli. Og óska eftir notaðri saumnál eða þvottavél, svo dæmi séu tekin.

 

Sá sem leitar að dekkjunum vill helst ekki láta nafns síns getið. Í slíkum tilvikum má senda póst í netfangið vefstjori@reykholar.is eða hafa samband við umsjónarmanns vefjarins með öðrum hætti og þá verður komið á tengslum.

 

Dekkin sem um ræðir þurfa að vera af stærðinni og gerðinni 175 / 70 R 13.

 

Fyrirtæki utan héraðs sem vilja auglýsa hér á vefnum (auglýsingaborðar fyrir ofan eða neðan efstu frétt) geta auðvitað gert það líka gegn mjög hóflegu gjaldi til eiganda hans, Reykhólahrepps. Þess má í því sambandi geta, að heimsóknir á vefinn það sem af er þessu ári eru að meðaltali 532 á dag, en það er liðlega þrefaldur fjöldi íbúa í Reykhólahreppi á aldrinum 20-70 ára.

 

Grunnur myndarinnar sem hér fylgir er í myndasafni Árna Geirssonar - Ljósmyndir, myndasöfn í valmyndinni vinstra megin.

 

Athugasemdir

Umsjónarmaður vefjarins, fimmtudagur 11 aprl kl: 08:01

Dekkin sem hér var óskað eftir fengust. Notfærið ykkur vefinn fyrir „smáauglýsingar“ í héraði.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Febrar 2024 »
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29