Nú er loksins hægt að kíkja á arnarhreiðrið ...
Bráðabirgðatenging á vefmyndavél Arnarsetursins hefur verið sett inn á vef Eyjasiglingar (sjá borða á forsíðu hans) á meðan starfsmenn Símans leysa úr einhverjum tæknilegum atriðum. Ný mynd ætti að birtast á örfárra sekúndna fresti en einhverjar truflanir gætu orðið ef mjög margir eru inni á vefnum í einu. Enn liggur ekki fyrir hvenær tæknimenn ljúka verki sínu en vonast er til að það verði fyrir helgi. Þá verður útsendingin hraðari og öruggari og tengill verður settur hér inn á Reykhólavefinn.
Hakon Thorleifsson, mivikudagur 30 jl kl: 16:42
Frábært framtak !!!!