Tenglar

30. júlí 2008 |

Nú er loksins hægt að kíkja á arnarhreiðrið ...

Bráðabirgðatenging á vefmyndavél Arnarsetursins hefur verið sett inn á vef Eyjasiglingar (sjá borða á forsíðu hans) á meðan starfsmenn Símans leysa úr einhverjum tæknilegum atriðum. Ný mynd ætti að birtast á örfárra sekúndna fresti en einhverjar truflanir gætu orðið ef mjög margir eru inni á vefnum í einu. Enn liggur ekki fyrir hvenær tæknimenn ljúka verki sínu en vonast er til að það verði fyrir helgi. Þá verður útsendingin hraðari og öruggari og tengill verður settur hér inn á Reykhólavefinn.

 

Athugasemdir

Hakon Thorleifsson, mivikudagur 30 jl kl: 16:42

Frábært framtak !!!!

Haraldur Johannsson, fimmtudagur 31 jl kl: 09:07

'Ég dáist að þessari hugmynd og gleðst yfir að geta fylgst með arnarunganum stálpast og verða að erni með dyggilegri aðstoð elskandi foreldra.
Almennt er þetta líka uppeldisatriði, sem börn ekki síst eiga kost á, sem líka þurfa að þroskast í tengslum við lífið í umhverfinu móður náttúru.

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31