„Nú hlýtur að vera mál að linni“
Hér var greint frá ólíkum sjónarmiðum varðandi fyrirhugaðan veg um Teigsskóg við Þorskafjörð, sem fram komu í fjölmiðlum í gær. Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra og þingmaður Norðvesturkjördæmis, bættist í dag í hóp þeirra sem leggja orð í belg. „Það lýsir merkilegri þrákelkni að móast stöðugt við vegagerðinni í Gufudalssveitinni, sem ætlað er að bæta vita vonlaust ástand í vegamálum Vestur- og Austur-Barðstrendinga. Vegurinn um þessar slóðir yfir Hjallaháls og Ódrjúgsháls er þvílíkur farartálmi að ekki verður við búið", segir hann.
„Það er ekki eins og umhverfisáhrifin hafi ekki verið skoðuð. Það var gert með nákvæmum rannsóknum. Málin fóru í gegnum alla þá ferla sem kveðið er á um í lögum og reglum. Umhverfisráðuneytið átti svo síðasta orðið og kvað upp vandaðan úrskurð sem fól í sér strangar reglur til þess að lágmarka umhverfisáhrifin af þessari vegagerð. En samt halda menn áfram, nú síðast framkvæmdastjóri Landverndar. Á meðan dragast lífsnauðsynlegar vegabætur, sem heimamenn hafa kallað eftir, búið er að marka stefnu um í samgönguáætlun og tryggja fjármunina. Nú hlýtur að vera mál að linni."
Nánar á heimasíðu Einars K. Guðfinnssonar.
Guðni Ásmundsson, laugardagur 26 jl kl: 11:05
Jú, alveg rétt, mál er að linni. Okkur Vestfirðingum er lífsnauðsin á því að vegir á svæðinu fari að nálgast nútíman, hvað gæði snertir. Náttúruvermd er góð og gild en henni er enginn geiði gerður, með því að beita henni á öfgafullan hátt, ekki aðeins í þessu sambandi heldur líka í öðrum málum. Þeir sem helst hafa haft sig í frammi í þessu máli eru ekki búsettir á svæðinu og gera sér því ekki fyllilega grein fyir þeim höfuðástæðum sem að baki þessarri vegagerð liggja. Þeir sumarhúsaeigendur sem vilja njóta einangrunnar og þar með einveru ættu þá aðl eita á önnur svæði en ekki að njóta sérvisku sinnar á kostnað heils landsfjórðungs.