Tenglar

29. apríl 2013 | vefstjori@reykholar.is

Núna gefst tími til fræðistarfa

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

„Mér finnst það sorgleg niðurstaða að þjóðin skuli hafa kosið yfir sig þá tvo flokka sem báru mesta ábyrgð á því hvernig fór árið 2008 og hef áhyggjur af því hvaða afleiðingar það getur haft fyrir samfélagið ef Framsóknarflokkurinn ætlar að uppfylla þau gylliboð sem hann gaf fyrir kosningarnar. Þá hef ég áhyggjur af hækkandi verðbólgu, þensluáhrifum og óstöðugleika í efnahagslífinu“, segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi á síðasta kjörtímabili. Hún heldur ekki þingsæti sínu eftir kosningarnar.

 

„Svo hefur alveg gleymst að taka tillit til þess að það er stór hluti Íslendinga sem skuldar ekki neitt, á innistæður í bönkum og eignir. Sá hópur hefur ekki fengið neina aðstoð og mun bera uppi allar aðgerðir sem gripið verður til við að bæta stöðu stórskuldara. Þar á meðal auðmanna sem skulduðu mikið,“ segir hún.

 

„Annars er ég nú bara í góðu skapi þannig lagað. Þetta var mjög lærdómsríkur tími, síðustu fjögur ár, og ég er stolt af mörgu sem hefur áunnist á þessu kjörtímabili þótt ekki hafi allt gengið upp sem ég hafði viljað. Ég er þakklát mínu stuðningsfólki og þeir sem veittu mér lið bæði í kosningabaráttunni og á kjörtímabilinu við úrlausn ýmissa mála. Það er líka ljóst að þau góðu verk sem Samfylkingin stóð að náðu ekki eyrum almennings. Það er eitthvað sem Samfylkingin þarf að horfast í augu við og hugleiða hvernig hún tekur á því sem flokkur,“ segir Ólína.

 

Aðspurð um hvað taki við þegar þingmennsku hennar er lokið að sinni segir hún: „Það er þannig í lífinu að þegar einar dyr lokast, þá opnast yfirleitt aðrar, og nú bíður eitthvað spennandi og skemmtilegt. Ég mun finna mér eitthvað til viðurværis og dundurs. Það er aldrei að vita nema ég snúi mér aftur að fræðimennsku, ég hef vanrækt það undanfarinn áratug. Það hefur ekki gefist tími til þess undanfarin árin og mig langar að snúa mér að því aftur og skriftum.“

 

► Hér er nánar rætt við Ólínu á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Oktber 2024 »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31