Tenglar

11. september 2011 |

Ný Skrugga athafnasöm á fyrstu tveimur æviárunum

Afi kemur í heimsókn: Andrea og Egill.
Afi kemur í heimsókn: Andrea og Egill.

Sólveig Sigríður Magnúsdóttir (Solla Magg) var endurkjörin formaður Leikfélagsins Skruggu í Reykhólahreppi á aðalfundi þess í liðinni viku. Leikfélagið var stofnað (endurvakið) fyrir nánast réttum tveimur árum eða 9. september 2009 (takið eftir hinni sérstæðu dagsetningu 09.09.09). Fyrstu stjórnina skipuðu fimm konur og þá voru allir félagsmenn konur nema Gústaf Jökull Ólafsson. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hefur margt verið starfað eins og rakið er hér á eftir og vel hefur ræst úr hinu tilfinnanlega karlmannsleysi - meira að segja tveir þungaviktarmenn komnir í stjórn, eins og einhver komst að orði.

 

Strax þá um haustið var Hörður Torfason fenginn til að koma og spila og syngja á vel heppnuðu kaffihússkvöldi. Um veturinn tók félagið að sér þrettándagleðina, þar sem Eygló stjórnaði góðum hópi. Í mars í fyrra setti Solla Magg upp leikritið Allt í plati með krökkunum í Reykhólaskóla í tengslum við árshátíðina. Þarna komu fram þrjátíu krakkar en Steinunn Ólafía Rasmus stjórnaði söngnum og annaðist undirleik.

 

Nokkru fyrir síðustu jól var kaffihússkvöld í leikfimisal Reykhólaskóla þar sem sýndur var gamanþátturinn Afi kemur í heimsókn með leikendunum Agli, Eyva, Torfa og Öddu. Þær Elínborg, Eydís, Aldís og Fanney Sif lásu Grýlukvæði af snilld, Adda las Bréfið hennar Stínu og Egill endaði kvöldið með því að flytja kvæði um Leppalúða. Hanna og Gulla sáu um að flottar veitingar rötuðu rétta leið. Þarna komu rúmlega sextíu manns fyrir utan flytjendur.

 

Í mars á þessu ári setti Solla upp leikritið um Litlu-Ljót sem heppnaðist geysivel. Á nýjan leik voru þátttakendur allir krakkarnir þrjátíu í skólanum og Steinunn Ólafía sá sem fyrr um söngvana og undirspilið. Skömmu síðar var ákveðið að semja handrit í kringum söngvana þeirra Jóns Múla og Jónasar Árnasona og gefa verkinu nafnið Saltverkunarhúsið. Solla leitaði til kirkjukórsins sem tók því með ánægju að vera með. Alls komu að flutningnum rúmlega tuttugu manns og voru viðtökur góðar. Solla annaðist leikstjórn en Steinunn Ólafía æfði sönginn og lék undir.

 

Solla Magg biður fyrir hjartans þakkir til þeirra sem tekið hafa þátt í verkefnum hinnar nýju Skruggu undanfarin misseri - „enda væri þetta ekki hægt nema með áhuga og krafti þeirra sem það hafa gert“.

 

Stjórn Skruggu skipa nú:

          Sólveig S. Magnúsdóttir formaður

          Eyvindur Magnússon gjaldkeri

          Torfi Sigurjónsson ritari

          Andrea Björnsdóttir meðstjórnandi

          Harpa Eiríksdóttir meðstjórnandi

 

Sjá einnig:

Endurvakin Skrugga í kvennagreipum

 

Til að sjá allar þær fréttir þar sem minnst hefur verið á Skruggu á þessum vef er einfaldlega orðhlutinn Skrugg (eða bara Skrug) sleginn inn í leitarlínuna efst til hægri.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30