Ný fróðleiks- og samskiptasíða Framfarafélagsins
Framfarafélag Flateyjar opnaði fyrir nokkru nýja vefsíðu. Þar segir Gyða Steinsdóttir, formaður félagsins, meðal annars í tilefni af þessu: „Tilgangur með uppsetningu nýrrar síðu er m.a. að Flateyingar geti komið fréttum á framfæri og skipst á skoðunum. Auk þess er síðan vettvangur miðlunar fróðleiks og mynda um Flatey fyrr og nú. Er það von stjórnar Framfarafélags Flateyjar að allir þeir sem tengjast Flatey muni njóta síðunnar og komi gögnum á framfæri til að deila fróðleik og fréttum.“
Auk frétta er á síðunni meðal annars ágrip af sögu og náttúrufari Flateyjar og urmull gamalla mynda. En - sjón er sögu ríkari.
Slóðin á síðuna er http://www.flatey.com auk þess sem hægt er í dálkinum hér hægra megin að smella á kassa með sömu mynd og fylgir þessari frétt.