13. mars 2009 |
Ný könnun: Gríðarlegar fylgissveiflur í kjördæminu
Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Capacent Gallup sem birt var í dag mælist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmlega 40% fylgi í Norðvesturkjördæmi en Samfylkingin tæplega 7%. Sjálfstæðisflokkurinn fékk rúmlega 29% fylgi í kjördæminu í síðustu kosningum en Samfylkingin var með liðlega 21%. Munurinn er ekki eins hastarlegur hjá öðrum flokkum.
Nánar tilgreint er fylgi Sjálfstæðisflokks samkvæmt könnuninni 41%, Framsóknarflokksins 23,3%, Vinstri grænna 22,5%, Samfylkingarinnar 6,7% og Frjálslynda flokksins 2,5%. Rannsóknarstjóri hjá Capacent Gallup segir að taka beri þessum tölum með miklum fyrirvara.
Tóti, fstudagur 13 mars kl: 23:20
Líklega er ekki hægt að treysta könnunum núna frekar en öðru á síðustu og verstu.