Tenglar

21. ágúst 2014 | vefstjori@reykholar.is

Ný matsáætlun um Teigsskóg við Þorskafjörð

Leið Þ-H er dökkblá. Leið B sem Skipulagsstofnun hafnaði er blágræn og leið B1 sem verður ekki umhverfismetin er blá (stækkið kortið).
Leið Þ-H er dökkblá. Leið B sem Skipulagsstofnun hafnaði er blágræn og leið B1 sem verður ekki umhverfismetin er blá (stækkið kortið).

Vegagerðin hefur sent Skipulagsstofnun tillögu að matsáætlun fyrir framkvæmd á Vestfjarðavegi nr. 60 milli Bjarkalundar og Melaness. Ný veglína um Teigsskóg er í matsáætluninni, en fyrri veglínu var hafnað í umhverfismati. Nýja veglínan sem er kölluð lína Þ-H (sjá mynd) er milli Þórisstaða og Hallsteinsness í Þorskafirði. Skipulagsstofnun hefur til þessa lagst gegn vegagerð í Teigsskógi og hafa deilur um vegagerð þar farið alla leið til Hæstaréttar. Í greinargerð með veglínu Þ-H segir að nýja veglínan sé sett fram sem málamiðlun sem kæmi betur til móts við vernd Teigsskógar. Vegurinn færi fyrir ofan skóginn og svo í gegnum hann á stuttum kafla og og loks neðan við skóglendið.

 

Vegurinn yrði lagður á um 2,15 km kafla í gegnum skóginn en fyrri veglínur lágu í gegnum hann á 6 km löngum kafla. Engin efnistaka yrði í skóglendinu utan vegstæðisins og segir í greinargerðinni að svo hafi verið háttað í vegagerð í friðlandinu í Vatnsfirði. Vegagerðin segir að veglína Þ-H sé til þess fallin að halda raski skóglendis í lágmarki án þess að það bitni á umferðaröryggi.

 

Samkvæmt mati Vegagerðarinnar myndu um 0,9% af skóglendi í vestanverðum Þorskafirði raskast, að teknu tilliti til mótvægisaðgerða.

 

Matsáætlun Vegagerðarinnar

        

Athugasemdir

Úlfar Ágústsson, rijudagur 16 september kl: 17:27

Hvernig væri að allir þeir, sem koma til með að nota þennan veg, komi saman við Teigskóg og eftir skoðun með sérfróðum mönnum á staðnum taki afstöðu til hvernig við þurfum að nota þetta land sem við búum á og fáum afdráttarlausar upplýsingar frá þingmönnum kjördæmisins hvernig þessi mál verði leyst án frekari tafa
Þaðstóð ekki á að gera nýjan veg í Garðabæ, þótt hann lægi yfir friðað hraun.
Stöndum saman Vestfirðingar og látum vita hvernig við viljum afgreiða þetta mál.
En afdráttatlausasta málið er að framkvæmdir hefjist án tafar og verkið verði sett á fjárhagsáætlun næsta árs.

Ingi B Jónasson, mivikudagur 17 september kl: 14:19

hvernig væri að mæla leiðirnar og sjá hver þeirra er styðst ? og líka að skoða hver leiðin gagnast best fyrir íbúa Reykhólahrepps og þá líka þeirra sem búa vestur á fjörðum
þetta er ekki bara mál þeirra sem búa á endastöðvum vegurinn þarf líka að þjóna þeim byggðum sem hann liggur um ,þetta á ekki að vera pólitískt mál það eru þeir sem búa á svæðunum sem eiga að ákvarða legu vegarins ,Vegagerðin á bara að vera ráðgefandi og siðan stjórna framkvæmdum

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« September 2024 »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30