Tenglar

5. maí 2009 |

Ný stjórn Umf. Aftureldingar eingöngu skipuð konum

Egill flytur skýrslu stjórnar.
Egill flytur skýrslu stjórnar.
1 af 2

Eftir aðalfund Ungmennafélagsins Aftureldingar í Reykhólahreppi í gær er stjórn þess eingöngu skipuð konum. Úr stjórninni gengu Egill Sigurgeirsson formaður og Hallfríður Valdimarsdóttir en inn komu í staðinn þær Björk Stefánsdóttir og Eygló Kristjánsdóttir. Áfram situr í stjórn Svanborg Guðbjörnsdóttir (Lóa á Kambi). Stjórnin hefur ekki enn skipt með sér verkum en gerir það fljótlega.

 

Fyrrum voru fimm hreppar í Austur-Barðastrandarsýslu og voru ungmennafélög í þeim öllum. Núna er öll sýslan eitt sveitarfélag, Reykhólahreppur, og Afturelding eina ungmennafélagið sem eftir er. Félagið var stofnað árið 1924 og er því 85 ára á þessu ári.

 

Samband ungmennafélaga í sýslunni var stofnað 1936 undir nafninu Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga en áður tilheyrðu félögin Ungmennasambandi Vestfjarða. Árið 1972 voru Ungmennasamband Norður-Breiðfirðinga og Ungmennasamband Dalamanna sameinuð undir heitinu Ungmennasamband Dalamanna og Norður-Breiðfirðinga (UDN).

 

Meðfylgjandi myndir tók Þórarinn Ólafsson. Á fyrri myndinni er Egill Sigurgeirsson fráfarandi formaður að flytja skýrslu stjórnar, og honum á vinstri hönd er Lóa á Kambi, sem situr áfram í stjórninni. Á síðari myndinni eru Eygló Kristjánsdóttir og Björk Stefánsdóttir, sem koma nýjar inn í stjórnina, og Björg Karlsdóttir leikskólastjóri.

 

Nánar hér:

11.11.2008 Ungmennafélög voru í öllum hreppum austursýslunnar

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30