29. maí 2018 | Sveinn Ragnarsson
Ný sveitarstjórn - gamall vegur
Og hvað ætli hafi svo verið fyrsta málið sem nýkjörnir sveitarstjórnarmenn voru spurðir um?
Jú, Vestfjarðavegur (60).
Á vísi.is eru birt svör þeirra við spurningu um afstöðu þeirra til málsins, og koma þau engan veginn á óvart miðað við hvar það er statt nú.
Í stuttu máli, -eins og kemur fram í greininni- er breyting á aðalskipulagi í gangi þar sem breytt útgáfa af Teigsskógarleiðinni (ÞH) varð fyrir valinu, og jafnframt er verkfræðifyrirtækið Multiconsult að yfirfara þær leiðir sem hugmyndir hafa verið um. Niðurstöður þeirrar athugunar eiga að vera tilbúnar áður en athugasemdafrestur vegna breytingar á aðalskipulaginu rennur út.