Tenglar

3. júní 2022 | Sveinn Ragnarsson

Ný sveitarstjórn heilsar íbúum Reykhólahrepps

Nýja sveitarstjórnin; fv. Vilberg Þráinsson, Árný Huld Haraldsdóttir, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Hrefna Jónsdóttir
Nýja sveitarstjórnin; fv. Vilberg Þráinsson, Árný Huld Haraldsdóttir, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Hrefna Jónsdóttir

Við þökkum fyrir traustið sem okkur var sýnt í kosningunum.

Við erum mjög spennt fyrir komandi samstarfi og förum jákvæð og bjartsýn inn í kjörtímabilið. Við teljum að tækifærin til uppbyggingar séu gríðarlega mörg og hlökkum til að reyna að grípa þessi tækifæri fyrir samfélagið okkar.

 

Jafnframt erum við mjög ánægð að Ingibjörg Birna var tilbúin til áframhaldandi samstarfs. Ingibjörg Birna hefur sinnt starfi sínu sem sveitarstjóri af heilindum og metnaði og hefur ávallt hagsmuni sveitarfélagsins að leiðarljósi. Það er því mikið happ fyrir sveitarfélagið að hún muni áfram sinna þessu starfi. 

 

Sveitarstjórn Reykhólahrepps

 

Athugasemdir

Bylgja, fstudagur 03 jn kl: 14:20

Þið eruð svo lánsöm að hafa Ingu Birnu. Hefði sko alveg verið til í að fá hana hingað til Sigló.

Kv. Bylgja

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Nvember 2024 »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30