Tenglar

19. nóvember 2009 |

Nýi Arnkötludalsvegurinn: Slitlagið að eyðileggjast?

Séð niður til Króksfjarðar og yfir Gilsfjörðinn til Skarðsstrandar. Loftmynd:  Mats Wibe Lund.
Séð niður til Króksfjarðar og yfir Gilsfjörðinn til Skarðsstrandar. Loftmynd: Mats Wibe Lund.
Slitlagið á nýja veginum um Þröskulda í Arnkötludal er í heldur slæmu ásigkomulagi og gæti svo farið að klæðningin fari í sundur. „Efra burðarlag slitlagsins er mjög mjúkt vegna þess að slitlagið var sett á svo seint á árinu og í þessari hæð. Það náði ekki að þorna því það rigndi mjög mikið á þessum tíma. Þetta kemur okkur svo sem ekki á óvart en það er alltaf leiðinlegt þegar svona gerist", segir Guðmundur Rafn Kristjánsson, deildarstjóri nýframkvæmda hjá Vegagerðinni. Hann segir að vegurinn ætti að verða betri þegar frystir en kannað verði þegar vorar hvort gera þurfi við slitlagið.

 

„Ef það koma holur í slitlagið munum við laga það í vetur eins og hægt er, við munum svo skoða hvað gera skal varðandi þetta þegar vorar", segir Guðmundur Rafn.

 

Þetta kemur fram á fréttavefnum bb.is á Ísafirði.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Ma 2024 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31