Tenglar

10. nóvember 2014 | vefstjori@reykholar.is

Nýi Baldur í þann mund að komast í gagnið

Nýi Baldur nýmálaður í Reykjavík. Ljósm. Morgunblaðið / Árni Sæberg.
Nýi Baldur nýmálaður í Reykjavík. Ljósm. Morgunblaðið / Árni Sæberg.

Vonir standa til þess að nýja Breiðafjarðarferjan Baldur hefji áætlunarsiglingar í þessari viku, eftir því sem haft var eftir Siggeiri Péturssyni skipstjóra í Morgunblaðinu fyrir helgi. Búið er að mála skipið í nýjum litum eins og sjá má á myndinni og verið er að ljúka við að gera það klárt. Fram kemur að Siggeir muni sigla gamla Baldri til Portúgals, þar sem hann verður afhentur nýjum eigendum. Reynt verður að finna gat á milli lægða, en siglingin þangað tekur um viku.

 

Skrifaðu athugasemd:


Atburðadagatal

« Jl 2024 »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31